Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2015 02:01

Bæta aðgengi að Skarðsvík og skipuleggja svæðið

Skarðsvík er ein að perlum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og fjölsótt af ferðafólki og heimamönnum. Lítið bílastæði er ofan við víkina og annar það engan veginn þeim fjölda sem þangað sækir. Ákveðið hefur verið að bæta aðstöðu og aðgengi að staðnum til að auðvelda fólki för og skipuleggja svæðið þannig að frekari ágangur skerði ekki fegurð og náttúru staðarins. Unnið er að deiliskipulagi fyrir Skarðsvík og er sú vinna á lokastigi. Um hönnun sér Landslag ehf.

Í skipulagsdrögum er gert ráð fyrir að bílastæði og salernisaðstaða verði ofan vegarins. Neðan hans verður áningarstaður. Bygginga- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar hefur samþykkt fyrsta hluta skipulagsins og er vinna við hann hafin. Það er rampur sem liggur frá núverandi bílstæði niður um náttúrulega rennu sem sker klettana og niður á ströndina. Með honum verður aðgengi niður á ströndina auðveldara fyrir alla, m.a. þá sem eru bundnir hjólastól, þó eðli málsins samkvæmt geti þeir ekki farið lengra en þangað sem rampurinn endar. Snævélar ehf. sáu um jarðvinnu og Kvistfell ehf. um steypuvinnu. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti verkefnið.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is