Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 08:01

Fjárhagsáætlun Akraness vísað til síðari umræðu

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 10. nóvember að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2016 svo og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019 til síðari umræðu í bæjarstjórn. Hún mun fara fram 8. desember. Fyrri umræða um áætlunina fór þó ekki fram athugasemdalaust þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram bókun.  Meirihluti bæjarstjórnar gerir ráð fyrir að á næsta ári náist fram jákvæð rekstrarafkoma upp á rúmar 154 milljónir í svokölluðum A-hluta í bókhaldi bæjarins. Í B-hlutanum er hjúkrunarheimilið Höfði. Þar munu lífeyrisskuldbindingar vega þungt. Þegar tillit er tekið til áætlaðrar niðurstöðu bæði A og B-hluta er gert ráð fyrir 51,5 milljón króna afgangi hjá Akraneskaupstað og stofnana á hans vegum í heild. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði í ræðu sinni að bærinn myndi leggja áherslu á að greiða niður skuldir eins og gert hefur verið undanfarin ár. Langtímalán Akraneskaupstaðar hafa verið greidd niður um tæpa tvo milljarðar frá árinu 2008.

 

 

Framkvæmdir og fjárfestingar verða fyrir tæplega 388 milljónir á árinu 2016. Setja á 100 milljónir króna í lóð hinnar aflögðu Sementsverksmiðju. Einnig verður 80 milljónum varið í endurbætur á sundlaugarsvæðinu á Jaðarsbökkum. Ráðgert er að verja 70 milljónum til heitrar laugar á Langasandi og í framkvæmdir á Breið. Settar verða 63,5 milljónir í götur og gangstéttir, 25 milljónum verður varið í nýja kennslustofu við Grundaskóla, 10 milljónir verða notaðar í hönnun vegna húsnæðis eldri borgara við Dalbraut og 5 milljónir króna til að ljúka byggingu bátahúss við Byggðasafnið í Görðum.

Auk þessa á að auka niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn 2ja ára og eldri hjá dagforeldrum þar til leikskólapláss hefur verið tryggt.

 

Bókun Samfylkingar

 

Bæjarfulltrúar minnihlutaflokksins Samfylkingar, þau Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valgarður L. Jónsson, lögðu fram bókun við þessa afgreiðslu. „Sú fjárhagsáætlun sem nú liggur fyrir í frumvarpi til samþykktar í bæjarstjórn er ekki áætlun mikilla breytinga frekar en sú sem lá til samþykktar fyrir ári síðan. Margt er þó jákvætt í núverandi áætlun eins og m.a. það að fara í viðhald á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka sem er löngu tímabært, að byrja á framkvæmdavinnu á Sementsreitnum og áframhaldandi uppbygging Breiðarsvæðisins,“ segir meðal annars í bókunni. Þau Ingibjörg og Valgarður létu svo færa nokkrar athugasemdir til bókar. Meðal þess var að þau vilja að athugað verði með kaup á rafmagnsbíl vegna ferðaþjónustu fatlaðra en bílamál þar munu vera í skoðun. Einnig vöktu þau athygli á því að litlu fé sé varið í viðhald skólalóða sem þarfnist orðið viðhalds á sama tíma og verið sé að setja 30 milljónir í heita laug á Langasandi. Fulltrúar Samfylkingar gagnrýna einnig þann kostnað sem fylgir nefndarsetum áheyrnarfulltrúa meirihlutaflokkanna Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Með því að hagræða þar megi spara hátt í fjórar milljónir á ári í sjóðum bæjarins sem betur væri varið í annað og þarfara en nefndarlaun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is