Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2015 03:01

Fjórir fræknir beitningarmenn á Skipaskaga

Á miðvikudaginn í síðustu viku var svokallaður skipulagsdagur í grunnskólunum á Akranesi. Því fylgir að nemendur frá frí í einn dag á meðan kennarar og annað starfsfólk skólanna ræður ráðum sínum. Fjórir hraustir strákar notuðu tímann vel. Þeir sátu ekki heima yfir sjónvarpi og tölvum heldur drifu þeir sig niður á Breið á Akranesi og beittu línu. Þetta eru þeir Hallgrímur og Elías Guðmundssynir og tvíburabræðurnir Jóel og Júlíus Dúranona.  Þessir knáu piltar hafa í haust kynnt sér ýmislegt varðandi störfin í sjávarútveginum en þá langar alla til að hasla sér völl í þeirri starfsgrein í framtíðinni. Meðal annars hafa þeir fengið að skreppa á sjó á línutrillunni Flugöldunni ST sem gerð er út frá Akranesi. Guðmundur Elíasson faðir þeirra Hallgríms og Elíasar er útgerðarmaður og skipstjóri Flugöldunnar. „Já, það er búið að vera mjög gaman líka á sjónum. Við ætlum allir fjórir að verða sjómenn á einum báti,“ segja strákarnir þar sem þeir standa allir við sama borð og beita línubjóðin sem á að nota í næsta róður.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is