Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2015 03:01

Fjórir fræknir beitningarmenn á Skipaskaga

Á miðvikudaginn í síðustu viku var svokallaður skipulagsdagur í grunnskólunum á Akranesi. Því fylgir að nemendur frá frí í einn dag á meðan kennarar og annað starfsfólk skólanna ræður ráðum sínum. Fjórir hraustir strákar notuðu tímann vel. Þeir sátu ekki heima yfir sjónvarpi og tölvum heldur drifu þeir sig niður á Breið á Akranesi og beittu línu. Þetta eru þeir Hallgrímur og Elías Guðmundssynir og tvíburabræðurnir Jóel og Júlíus Dúranona.  Þessir knáu piltar hafa í haust kynnt sér ýmislegt varðandi störfin í sjávarútveginum en þá langar alla til að hasla sér völl í þeirri starfsgrein í framtíðinni. Meðal annars hafa þeir fengið að skreppa á sjó á línutrillunni Flugöldunni ST sem gerð er út frá Akranesi. Guðmundur Elíasson faðir þeirra Hallgríms og Elíasar er útgerðarmaður og skipstjóri Flugöldunnar. „Já, það er búið að vera mjög gaman líka á sjónum. Við ætlum allir fjórir að verða sjómenn á einum báti,“ segja strákarnir þar sem þeir standa allir við sama borð og beita línubjóðin sem á að nota í næsta róður.

 

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is