Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 09:01

Fyrsta íbúðin seld í Gamla bókasafnshúsinu

Undanfarna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að því að breyta húsnæði Gamla bókasafnsins að Heiðarbraut 40 á Akranesi í íbúðir. Vinnunni miðar vel áfram. Hákon Svavarsson hjá fasteignasölunni Valfelli segir í samtali við Skessuhorn að íbúðunum hafi þegar verið sýndur töluverður áhugi. „Þær komu á sölu um mánaðamótin síðustu en fyrirspurnir byrjuðu mikið fyrr, eiginlega um leið og farið var að vinna í húsinu af krafti síðasta sumar. Fólkið sem er að sýna þessu hvað mestan býr í hverfinu í kring, fram að þessu að minnsta kosti,“ segir hann og þegar þessi orð eru rituð hefur fyrsta íbúðin þegar verið seld. „Fyrsta íbúðin var seld á föstudaginn síðasta og það var verið að ganga frá samning um aðra,“ segir Hákon. Kaupandi fyrstu íbúðarinnar fær hana afhenta 15. febrúar en þá verða íbúðir í eldri hluta hússins tilbúnar til afhendingar. Í nýrri hluta hússins verða átta íbúðir með sérinngangi og áætlað er að þær íbúðir verði tilbúnar til afhendingar í júní næsta sumar. „Það eru bara tveggja herbergja íbúðir í gamla húsinu en þriggja herbergja með sérinngangi í því nýja.“

 

 

Það er fyrirtækið Skarðseyri ehf., í eigu Bjarna Jónssonar, sem á íbúðirnar og stendur að framkvæmdinni. Eftir að fallið var frá áformum um hótel í húsnæðinu Gamla bókasafnsins var ákveðið að breyta því í þessar íbúðir sem nú er verið að selja.

Hákon ber Bjarna og hans fyrirtæki vel söguna og segir að öll vinna gangi samkvæmt áætlun. „Bjarni gerir þetta svakalega vel, er með topp iðnaðarmenn með sér og hvergi er skorið við nögl í frágangi,“ segir hann. „Innréttingarnar eru komnar upp og málararnir eru byrjaðir þannig að allt er samkvæmt áætlun. Byrjað verður að klæða húsið núna á næstu dögum og stefnt er að því að ljúka klæðningu fyrir næstu mánaðamót,“ segir Hákon og bætir því við að fullum frágangi á lóðinni muni ljúka næsta sumar, en íbúðirnar í nýrri hluta hússins verði tilbúnar til afhendingar fyrir þann tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is