Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 09:39

Matarframleiðendur af Vesturlandi þátttakendur í Jólamarkaði

Jólamarkaðurinn Búrsins verður haldinn í Hörpunni í Reykjavík um næstu helgi. Opunartími markaðarins líkt og síðustu ár er frá klukkan 11 til 17.  Á markaðnum verða um 50 aðilar víðs vegar að af landinu og þar af tæpur tugur af Vesturlandi og norðvestanverðu landinu, ýmist bændur, sjómenn eða smáframleiðendur. Í hópnum eru meðal annarra Erpsstaðir, Hundastapi, Ytri- Fagridalur, Kruss Islandus (mysudrykkur, mysan er frá Erpsstöðum), Strandaber á Hólmavík, Húsavík á Ströndum, Saltverk í Djúpi, Birgitte kanínukjöt af Hvammstanga og Tuddinn í Kjós.

 

Fyrirkomulagið markaðarins er með örlítið breyttum hætti frá síðustu mörkuðum.  „Aðgangseyrir er 1.000 kr en gestir fá endurgreitt í hlutfalli við það sem þeir versla á markaðinum, hundrað krónur af hverjum þúsund krónum sem verslað er fyrir.  Þannig er hægt að fá allt að 800 krónur endurgreiddar, auk þess sem gestir fá aðgang að örkynningum og taka þátt í happdrætti þar sem veglegar mataröskjur af markaði eru í verðlaun,“ segir í tilkynningu. Á markaðnum verður að venju allskonar góðgæti, má þar nefna kálfapylsur, hangikjöt á beini, lífrænt súrdeigs bakarí, panetone, jólasúkkulaði, hvannarsúpa, kanínukjöt, rjómaís, mysa, heitreykt þorsklifur, regnbogasilungur, lífrænt lambakjöt, sinnep, jólakaffi, te, jólasíld og lostalengjur svo eitthvað sé nefnt. Örkynningar verða keyrðar á hálftíma fresti í Stemmu þar sem gestum gefst kostur á að fræðast um leið og þeir smakka á góðgæti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is