Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 12:11

Skallagrímur sigraði Vesturlandsslaginn

ÍA tók á móti Skallagrími í sannkölluðum Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Síðast mættust þessi lið í mögnuðu einvígi í úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild vorið 2012. Þá höfðu Borgnesingar betur, komust upp í úrvalsdeild en skildu Skagamenn eftir. Vesturlandsslagsins er alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu meðal stuðningsmanna beggja liða og fjölmenni lagði því leið sína á Vesturgötuna. Hálftíma fyrir leik voru fá sæti auð og spennustigið hátt í húsinu.

Mjótt var á munum lengst framan af fyrsta leikhluta. Rétt undir lok hans náðu leikmenn Skallagríms heldur yfirhöndinni en Skagamenn fylgdu þeim eins og skugginn. Heimamenn gerðu atlögu að forystunni með góðum spretti um miðjan annan leikhluta en gestirnir stóðu hana af sér og leiddu með tíu stigum í hálfleik, 44-54.

 

 

Skallagrímsmenn mættu gríðarlega ákveðnir til síðari hálfleiks og keyrðu á leikmenn ÍA. Skagamenn áttu ekkert svar við þessu áhlaupi gestanna sem juku forskot sitt í 24 stig og gerðu í raun út um leikinn. Heimamenn gerðu heiðarlega tilraun til að minnka muninn með stuttum sóknum en þriggja stiga skot þeirra vildu ekki niður. Munurinn hélst svo að segja óbreyttur allt til leiksloka og lokatölur á Vesturgötunni 77-100, Skallagrími í vil.

 

Sigtryggur Arnar Björnsson fór mikinn í liði Skallagríms. Hann skoraði 35 stig og tók sex fráköst. Næstur honum kom J.R. Cadot sem skoraði 24 stig og reif niður 15 fráköst.

 

Í liði Skagamanna var Sean Tate var iðnastur við stigaskorun með 28 stig. Fannar Freyr Helgason kom honum næstur með 22 stig og sjö fráköst.

 

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar, hvort um sig með sex stig eftir fimm leiki.

 

Í næsta leik taka Skallagrímsmenn á móti KFÍ föstudaginn 27. nóvember. Skagamenn heimsækja hins vegar Fjölni í Grafarvoginn sunnudaginn 29. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is