Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2015 09:01

Nesbrauð í Stykkishólmi skiptir um eigendur

Hjónin Arnar Hreiðarsson og Hrefna Gissurardóttir hafa nú selt bakarí sitt Nesbrauð í Stykkishólmi. Við Nesveg þar í bæ hafa þau rekið bakarí í ellefu ár. „Bakaríið skiptir um eigendur 4. janúar næstkomandi. Við höfum selt það heimafólki hér í Stykkishólmi. Það eru hjónin Eiríkur Helgason og Unnur María Rafnsdóttir ásamt fjölskyldu sem eru nýir eigendur,“ segir Arnar Hreiðarsson í samtali við Skessuhorn. Arnar segist ekki vita hvað taki við hjá sér. „Það er ekki komið svo langt að hugsa mikið um það. Við erum nú búin að reka þetta fyrirtæki og vinna við það í öll þessi ár. Reksturinn hefur gengið alveg glimrandi en við seljum nú út af heilsufarsástæðum,“ segir hann.

 

„Við höfum áhuga á að gera reksturinn fjölþættari. Nú er í ferli hjá Stykkishólmsbæ að við fáum að stækka húsnæðið og byggja við það garðskála sem myndi þá nýtast sem veitingasalur. Við gætum þá verið með pizzur, samlokur og þess háttar til viðbótar við reksturinn á bakaríinu. Helgi sonur okkar er kokkur og hefur starfað sem slíkur víða á veitingastöðum bæði hér í Stykkishólmi og í Grundarfirði. Hann verður með okkur í þessu,“ segir Eiríkur Helgason einn af nýju eigendum Nesbrauðs í samtali við Skessuhorn. Rekstur bakaría á sér langa sögu í Stykkishólmi en þar mun slík starfsemi fyrst hafa verið sett á laggirnar árið 1904, eða fyrir ríflega 110 árum síðan.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is