Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2015 06:01

Snæfellsbær keppir í Útsvari í kvöld

Í kvöld, föstudaginn 20. nóvember er komið að næsta Vesturlandsliði að spreyta sig þegar Snæfellsbær mætir Rangárþingi eystra. Lið Snæfellsbæjar skipa þeir Sigfús Almarsson, umsjónarmaður mötuneytis Grunnskóla Snæfellsbæjar, Örvar Marteinsson skipstjóri og Guðmundur Reynir Gunnarsson, sem bar fyrirliðaband karlaliðs Víkings Ólafsvíkur á liðnu sumri.

„Okkur líst vel á nýja spurningahöfunda og dómara. Spurningarnar eru skemmtilegar þó þær geti verið erfiðar,“ sagði Sigfús þegar Skessuhorn heyrði í honum hljóðið. Hann er reynslubolti liðsins, mun í kvöld taka þátt í Útsvari í fjórða sinn. Hann segir að þó þeir félagar ætli fyrst og fremst að hafa gaman af þessu þá hafi þeir nú laumast til að æfa örlítið. „Við tókum létta æfingu á föstudaginn fyrir viku, aðallega til að æfa okkur í leiknum og þekkja inn á hvorn annan, sem er nauðsynlegt til að hægt sé að koma einhverju til skila. Svo horfðum við saman á þáttinn,“ segir Sigfús og bætir því við að leikurinn sé í höndum Örvars skipstjóra. „En það er góður hugur í okkur, þetta snýst um að hafa gaman af enda fyrst og fremst skemmtiþáttur. Auðvitað væri gaman að fara áfram en oftast þarf annað liðið að fara heim. Ég vona að þetta verði bara skemmtilegt,“ segir hann að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is