Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2015 10:01

Styrktartónleikar Fjöliðjunnar tókust vel

Styrktartónleikar Fjöliðjunnar voru haldnir laugardaginn 7. nóvember síðastliðinn. Það var starfsmaður Fjöliðjunnar, Sindri Víðir Einarsson, sem átti hugmyndina að tónleikunum og sá að hluta til um skipulagningu þeirra með aðstoð starfsfólks Fjöliðjunnar. Tónleikarnir voru haldnir í vörugeymslunni við Dalbraut 6, í gamla ÞÞÞ húsinu og þóttu vel heppnaðir. „Þetta gekk mjög vel og stóð alveg undir væntingum. Við höfum áætlað að um 120 manns hafi mætt á tónleikana og allir skemmtu sér vel,“ segir Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunnar. Allir sem komu fram á tónleikunum gáfu vinnu sína og Fjöliðjan fékk styrk frá Vífilfelli og Ásbirni Ólafssyni til að selja veitingar á staðnum. „Það voru allir í sjálfboðaliðavinnu en við þurftum að borga fyrir hljóðkerfið. En tónleikarnir stóðu undir sér og ágóðinn mun renna til Fjöliðjunnar,“ segir Ásta Pála. Hún segir Sindra hafa verið ánægðan með árangurinn. „Hann tók atriði sjálfur sem rapparinn Ghost og var mjög sáttur.“ Aðrir sem komu fram voru Þorleifur Guðjónsson og hljómsveitin Hráefni, rapparinn Jóhann Dagur, Herbert Guðmundsson, hljómsveitin Apollo, Margrét Saga og Marinó og Fjöliðjukórinn sem tók lögin Ýkt elding og International með Páli Óskari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is