Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2015 02:01

Treystir á Vegagerðina að gerðar verði úrbætur

Eins og lesendur Skessuhorns rekur sjálfsagt minni til þá varð grjóthrun í Búlandshöfða í októbermánuði. Stórir steinar féllu þá úr hlíðinni niður á veginn í höfðanum. Aðvífandi vegfarandi varð að stöðva ferð sína og hreinsa grjót af veginum til að komast leiðar sinnar. „Það er í sjálfu sér ekki nýtt að grjót falli í Búlandshöfða. Ég minni þó á að hlíðin var hreinsuð þegar nýi vegurinn um höfðann var gerður um aldamótin. Það sést vel þegar ekið er um höfðann hvernig vélarnar unnu á þessu. Nú hefur tíðarfarið í haust verið þannig að það hefur verið mikið um rigningar og sjálfsagt losnar alltaf eitthvað í berginu. Eina leiðin til að koma í veg fyrir hrun niður á veginn væri líklega að setja upp vírnetsgirðingar eins og var á gamla veginum fyrir Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur. Ég er nú bara leikmaður í þessu og enginn sérfræðingur en treysti því að Vegagerðin fylgist með og geri þá viðeigandi ráðstafanir ef sérfræðingar hennar telja þörf á því,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is