Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 04:01

Vegasaltskip á Akranesi

Hollenska flutningaskipið Flinter Ridhi kom til Akraness aðfararnótt mánudagsins. Skipið hefur undanfarið komið við í höfnum landsins og skipað upp salti sem notað verður til hálkuvarna Vegagerðarinnar á þjóðvegum landsins.

Á Akranesi var saltinu ekið með flutningabílum frá bryggju í gömlu efnisgeymslu Sementsverksmiðjunnar við Faxabraut. „Vegagerðin er með aðstöðu í efnisgeymslunni. Þar útbúum við meðal annars saltpækil og notum til hálkuvarna í vökvaformi. Stundum er líka verið að nota þennan pækil með salti. Þessi aðstaða er búin að vera þarna á Akranesi síðan í fyrra. Við notum þetta á Akrafjallsveginn, við Grundartanga og inn í Hvalfjörð. Á þessu svæði erum við með lengri þjónustutíma en annarsstaðar. Það er farið fyrr af stað til að hálkuverja. Grundartangi er stór vinnustaður og við verðum að vera á undan vaktaskiptum og þess háttar þar. Þetta er ástæðan fyrir því að Vegagerðin hefur komið sér upp þessari aðstöðu á Akranesi,“ segir Ingvi Árnason svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is