Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2015 02:07

Sigurganga Skallagríms heldur áfram

Topplið Skallagríms mætti Breiðabliki í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Borgarnesi í gærkvöldi. Leikmenn Breiðabliks náðu forskotinu snemma leiks en hún varði ekki lengi. Áður en leikhlutinn var úti höfðu Skallagrímskonur náð eins stigs forystu. Þær bættu í og leiddu með níu stigum í leikhléi, 39-30.

En gestirnir úr Kópavoginum voru ekki á því að gefast upp og söxuðu jafnt og framan af síðari hálfleik söxuðu Blikar jafnt og þétt á forystu heimaliðsins. Aðeins einu stigi munaði á liðunum snemma í lokafjórðungnum. Leikmenn Skallagríms stóðu áhlaup gestanna af sér og eftir að Blikar minnkuðu muninn aftur í aðeins eitt stig þegar mínúta lifði leiks sögðu heimamenn hingað og ekki lengra. Skallagrímskonur skoruðu átta stig á lokamínútunni og tryggðu sér níu stiga sigur, 72-63.

 

Kristrún Sigurjónsdóttir var atkvæðamest í liði Skallagríms með 23 stig og sjö fráköst. Næstar henni komu Guðrún Ámundadóttir og Sólrún Sæmundsdóttir með 18 stig hvor.

 

Skallagrímur er heldur betur að slíta sig frá hinum liðunum í 1. deildinni. Borgarnesliðið trónir taplaust á toppnum með tólf stig, sex stigum á undan KR-ingum sem eiga þó leik til góða í öðru sætinu.

 

Laugardaginn 21. nóvember næstkomandi heldur Skallagrímur norður yfir heiðar og mætir Þór á Akureyri.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is