Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2015 10:20

Stafrænt landakort um Íslendingasögurnar

Landakort á netinu, sem hefur að geyma kortlagningu allra staða sem koma fyrir í Íslendingasögunum, varð hlutskarpast í samkeppni um Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands 2015 sem afhent voru í gær. Tvö önnur verkefni voru verðlaunuð en þau snúa annars vegar að þróun aðferðar við ræktun þörunga sem nýtast til framleiðslu á andoxunarefnum og hins vegar þróun stuðnings- og meðferðarþjónustu fyrir foreldra sem glíma við erfiða líðan vegna þeirra breytinga sem barneignir hafa í för með sér.

 

 

 

Afrakstur fimm ára rannsókna

Höfundar verðlaunaverkefnisins hlutu tvær milljónir króna að launum. Verkefnið heitir „Icelandic Saga Map“ og er hugarfóstur Emily Diönu Lethbridge, nýdoktors við Miðaldastofu Háskóla Íslands, en ásamt henni hafa þau Trausti Dagsson, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Logi Ragnarsson unnið að verkefninu. Um er að ræða rafrænt kort sem öllum er aðgengilegt á netinu þar sem textar allra Íslendingasagnanna eru kortlagðir, hnitsettir og tengdir landakorti. Kortið er afrakstur fimm ára rannsóknarvinnu á miðaldabókmenntasögu Íslands. Dómnefndin telur verkefnið sýna ótvírætt hversu miklir hagnýtingarmöguleikar liggi í að virkja menningararf þjóðarinnar, hvort heldur er til fræðslu eða afþreyingar. Lesa má nánar um verkefnið á slóðinni www.sagamap.hi.is 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is