Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2015 02:01

Varaþingmaður spurði ráðherra spjörunum úr

Lárus Ástmar Hannesson settist nú í nóvembermánuði á þing um tveggja vikna skeið sem varamaður fyrir Lilju Rafney Magnúsdóttur þingmann VG. Lárus notaði tækifærið meðal annars til að spyrja ráðherra ríkisstjórnarinnar um ýmis mál. „Ég sendi tvær skriflegar fyrirspurnir á heilbrigðisráðherra varðandi sameiningu öldrunarstofnunar í Stykkishólmi í húsnæði gamla sjúkrahúsins við Austurgötu. Það er búin að vera vinna í gangi við það mál frá 2011. Hópur sem ég var í ásamt Sturlu Böðvarssyni og fleirum skilaði skýrslu til stjórnvalda í september 2014 en ekkert gerst síðan. Það er ekkert um þetta á fjárlögum 2015 og ekkert á fjárlögum 2016. Nú verður fróðlegt að sjá hverju heilbrigðisráðherra svarar. Annað árið í röð ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni í verkefnið. Síðan spurði ég menntamálaráðherra hvort hann hyggist hækka svokallað gólf í nemendafjölda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem það lítur út fyrir að stórir árgangar séu á leiðinni. Þetta gólf snýst um þann fjölda sem ríkið greiðir með við skólann og var lækkað úr 180 nemendum niður í 150.

Auk þessa var ég svo með munnlegar fyrirspurnir til menntamálaráðherra varðandi Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og sameiningu háskóla á landsbyggðinni. Mér skilst að skýrsla starfshóps um þetta eigi að koma út á næstu dögum. Einnig spurði ég fjármálaráðherra um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og hvort ætti ekki að leiðrétta í þeim málum. Hann var nú ekkert á því. Ég spurði líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um tilhögun makrílveiða smábáta á næsta ári. Mér heyrist að það verði mjög líklega með svipuðu sniði sem þýðir þá áframhaldandi kvótasetning á þessa báta í makrílveiðunum,“ segir Lárus Ástmar Hannesson í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is