Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. nóvember. 2015 12:58

Gamal íbúðarhús ónýtt eftir bruna

Gamla íbúðarhúsið á Syðra Lágafelli í Eyja- og Miklaholtshreppi er ónýtt eftir bruna í morgun. Slökkvilið Snæfellsbæjar, Stykkishólms og Borgarbyggðar auk lögreglunnar á Vesturlandi fengu boð fyrir hádegi um að eldur væri í húsinu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var ekki hægt að bjarga húsinu sem er ónýtt eftir brunann. Húsið hefur undanfarin mörg ár verið nýtt sem sumarhús og var það mannlaust þegar eldurinn kom upp.

 

„Þetta var hugsanlega elsta steinhúsið í sveitinni, byggt 1928 – 1930 eða þar um bil og mikill sjónarsviptir að því. Það var búið að taka það í gegn að innan og gera mjög notalegt. Húsið hefur verið eins konar ættaróðal, í eigu og nýtt af nokkrum fjölskyldum sem eru afkomendur þeirra sem bjuggu eina tíð á jörðinni. Eflaust hafði bæði húsið og innanstokksmunir mikið tilfinningalegt gildi. Það er alltaf eftirsjá þegar svona hús eyðileggjast,“ segir Eggert Kjartansson oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi en hann var einn þeirra sem fyrstir komu að eldsvoðanum og áður en slökkvilið kom á vettvang. „Það voru trégólf í milli hæða í húsinu og þetta brann allt. Það stendur ekkert eftir nema veggirnir. Eldsupptök eru ókunn, það var enginn í húsinu um helgina svo kannski var þetta út frá rafmagni en við vitum ekkert um það,“ segir Eggert. Hann vill koma á framfæri þökkum til slökkviliðsmanna. „Eyja- og Miklaholthreppur er með samning við slökkvilið Borgarbyggðar. Hér sáum við hins vegar hvernig slökkviliðin á Vesturlandi geta unnið saman og gera það þegar á bjátar. Fyrstir á vettvang voru slökkviliðsmenn frá Stykkishólmi. Það komu líka menn frá slökkviliði Snæfellsbæjar. Slökkvilið Borgarbyggðar kom með tankbíl frá Borgarnesi sem reyndist afar vel við að slökkva eldinn.“

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is