Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2015 06:01

Færðu gömlum liðsfélaga slátur og lopapeysu

Vestlendingarnir Sigrún Ámundadóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur héldu nýverið til Ungverjalands með landsliði Íslands og mættu Ungverjalandi í undankeppni EM 2017. Ungverska landsliðið reyndist of stór biti fyrir þær íslensku sem þurftu að sætta sig við tap, 72-50. Á meðan dvölinni stóð fékk landsliðið góðan gest því Kristen McCarthy, sem varð Íslandsmeistari með Snæfelli í fyrra, kíkti í heimsókn á hótelið þar sem landsliðið dvaldi. Kristen leikur nú sem atvinnumaður í Rúmeníu.

 

Systurnar Gunnhildur og Berglind leika báðar með Snæfelli og þekkja vel til Kristen. Þær virðast hafa verið undirbúnar heimsókninni því þær færðu Kristen slátur og ýmislegt annað íslenskt góðgæti að gjöf auk forláta lopapeysu.

Í viðtali við Skessuhorn síðastliðið vor lét Kristen einstaklega vel af Íslandsdvöl sinni og augljóst mál að hún hefur lært að meta ýmislegt sem íslenskt má kalla meðan hún bjó í Stykkishólmi og lék með Snæfelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is