Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2015 10:01

Fönn minnir á sig

Einn liður í undirbúningi jólanna er að láta hreinsa og þvo allt fyrir heimilið, ekki síst sín betri föt og kjóla en einnig dúka, gardínur og annað. Á Akranesi, fjölmennasta þéttbýliskjarna Vesturlands, hefur um nokkurt skeið verið rætt meðal bæjarbúa að hvimleitt sé að geta ekki farið með föt í hreinsun í bænum. Þær umræður eiga þó ekki við rök að styðjast, því Fönn starfrækir móttöku að Skagabraut 17. Móttakan er opin frá hádegi til fimm alla virka daga og á því bili geta bæjarbúar afhent og sótt föt til hreinsunar. Tveir Skagamenn, þeir Gulli og Erlingur, skipta vöktunum á milli sín. ,Bílstjóri frá Fönn ekur á hverjum degi til og frá Akranesi og er afhendingartíminn alla jafnan sá með sami og í Reykjavík. „Einhvern veginn er eins og fáir hafi vitað af okkur hingað til,“ segir Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri Fannar í samtali við Skessuhorn. „En eftir að við settum upp sérstaka móttöku og létum aðeins vita af okkur með gerð sér facebook-síðu fyrir móttökuna á Akranesi höfum við fundið fyrir því að vaxandi fjöldi fólks skiptir við okkur. Starfsmenn okkar segjast hafa upplifað að allt í einu sé fólk að átta sig á að við séum þarna,“ bætir hann við.

„Ég hef oft sagt að ef það er hægt að þvo hlutinn þá getum við gert það hvort sem það eru mottur, sængur, dúkar eða sængurver. Hvað er betra en að sofa með nýþvegin og -straujuð sængurföt um jólin?“ segir Ari léttur í bragði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is