Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. nóvember. 2015 02:55

Bílar og dekk með nýja bílaleigu á Akranesi

Bifreiðaþjónustan Bílar og dekk ehf. hefur byrjað starfsemi bílaleigu á Akranesi. „Við erum með bílaleiguleyfi númer eitt á landinu samkvæmt nýju lögunum um bílaleigur sem tóku gildi nýverið,“ segir Ólafur Eyberg Rósantsson annar eigandi Bílar og dekk og bendir á glænýtt og innrammað skírteini sem stendur við hlið hans, undirritað og stimplað af þar til bærum yfirvöldum. Ólafur Eyberg á fyrirtækið ásamt Óskari Rafni Þorsteinssyni. Þeir stofnuðu það sumarið 2008 og hafa byggt það upp jafnt og þétt síðan. Nú starfa fimm manns hjá Bílar og dekk.

Fyrirtækið sinnir meðal annars öllum almennum bílaviðgerðum auk þess að sjá um smurþjónustu og dekkjaskipti. Í fyrra festi Bílar og dekk svo kaup á nýjum og fullkomnum sprautuklefa um leið og ráðið var í stöðu bílamálara og bifreiðasmiðs. Rekstur bílaleigu er svo nýjasta viðbótin. „Við festum kaup á tveimur nýjum Opel Corsa bílum og vorum bara að fá þá afhenta nú á föstudaginn. Við erum mikið í bílaviðgerðum fyrir tryggingafélögin. Viðskiptavinir þeirra þurfa oft bílaleigubíla þegar þeir eru með bílana sína í viðgerð hjá okkur. Við rákum okkur á að stundum voru ekki til bílaleigubílar á lausu hér á Akranesi þegar svona aðstæður komu upp. Þess vegna ákváðum við að kaupa þessa bíla til að geta haft þá til reiðu fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna. En annars verða þessir bílar leigðir hverjum sem vill. Vanti fólk bílaleigubíla þá er því velkomið að hafa samband við okkur,“ segja þeir félagar.

 

Auk þessa tveggja bíla hafa þeir einnig keypt lítinn ferðamannahúsbíl sem þeir ætla einnig að leigja út. „Hann er með tvöföldu rúmi aftur í. Það eru heilu fyrirtækin í Reykjavík sem stunda útleigu á svona bílum í Reykjavík en líklega er þetta sá fyrsti þessarar gerðar hér á Akranesi.“

 

Fólk kaupir dýrari dekk

Nú er vetur óðum að ganga í garð af fullri hörku. Þeir félagar segja að fólk sé búið að koma jafnt og þétt undanfarið til að láta skipta yfir á vetrardekk undir bílunum. „Það er pínu rólegt í þessu einmitt núna en vafalaust kemur fjöldi manns um leið og frystir meira með tilheyrandi hálku og snjókomu. Það getur nú reyndar gerst hvenær sem er,“ segir Ólafur Eyberg. Þeir segjast hafa selt þokkalega af nýjum dekkjum í haust. „Það hefur náttúrlega haft áhrif að reglur um mynstursdýpt í vetrardekkjum voru hertar í fyrra. Nú eiga þau að lágmarki að vera með þriggja millimetra mynstur frá 1. nóvember til 15. apríl. Þetta hefur haft áhrif á aukna sölu.“ Óskar Rafn bætir við að í haust hafi selst meira af dýrari dekkjum heldur en í fyrra. „Ég hugsa að fólk sé búið að átta sig á að það er ekki alltaf ódýrast að kaupa það ódýrasta þegar kemur að hljólbörðum,“ segir hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is