Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 06:01

Hlakka mikið til að flytja í sveitina

„Við tókum við núna í október síðastliðnum og ætlum að fjölga í bústofninum smám saman. Í haust keyptum við 150 kindur frá Bæ í Árneshreppi. Stefnan er að vera með upp undir fjögur hundruð kindur í vetur,“ segir Birgitta Jónasdóttir í samtali við Skessuhorn. Nýlega létu foreldrar hennar, Bergljót Bjarnadóttir og Jónas Samúelsson, af búskap og fluttust norður á Sauðárkrók. Birgitta mun taka við búi foreldra sinna ásamt manni sínum Bergi Þrastarsyni á jörðinni Kötlulandi (fyrrum Tilraunarstöð ríkisins). Jörðin er í eigu Reykhólahrepps og munu þau leigja hana af hreppnum en útihúsin eignast þau sjálf. Í sumar voru gerðar þó nokkrar endurbætur á útihúsunum, meðal annars voru smíðaðar gjafagrindur og hlaðan klædd að utan.

 

„Aðspurð segir hún að búskaparáhuginn hafi framan af aðallega verið Bergs. „Ég ætlaði mér aldrei að flytja heim aftur og bræður mínir hafa grínast mikið með það undanfarið. Það einhvern veginn var aldrei á stefnuskránni hjá mér að gerast bóndi en eftir að ég kynntist honum Bergi mínum og eignaðist með honum þessi yndislegu börn okkar þá breyttust áformin.  Bergur er mikill bóndi í sér og hefur gaman af búskap,“ segir hún. 

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við fjölmargt ungt og athafnasamt fólk. Birgitta Jónasdóttir er ein af þeim - sjá nánar í aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is