Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 09:01

Mörg og fjölbreytt verkefni í gangi allt árið

Það er nóg að gera hjá Tryggva Sæmundssyni verktaka í Skorradalnum, enda segist hann reyna að taka að sér öll verk sem honum bjóðast. „Við erum eiginlega í öllu bara, allt frá því að setja saman leikkastala til þess að grafa fyrir undirstöðum undir ný hús,“ segir Tryggvi. Blaðamaður kíkti í Skorradalinn þar sem þau Tryggvi og Kristín búa ásamt þremur börnum sínum. Tryggvi er fæddur og uppalin í Skorradalnum og hefur alltaf búið þar. Kristín ólst upp í Borgarnesi en flutti í Skorradalinn með Tryggva fyrir ellefu árum. „Ég vissi alltaf hvað ég vildi gera og ég bara gerði það. Ég kláraði grunnskólann og tók meiraprófið um leið og ég hafði aldur til og fór að vinna. Ég er bara að gera það sama og ég hef alltaf gert, núna eru tækin bara aðeins stærri,“ segir Tryggvi og hlær. „Þetta er það sem mér þykir skemmtilegast að gera og plúsinn er að það gengur rosalega vel. Maður þarf að vera mjög skipulagður þegar maður rekur svona fyrirtæki, bara eins og öll fyrirtæki geri ég ráð fyrir. Ég er ekki bara úti að leika mér á stórum tækjum. Það þarf að halda vel utan um allt hitt líka, t.d. bókhaldið. Ég gæti þess bara að gera það alltaf strax og þá er þetta ekkert mál,” bætir Tryggvi við.

 

Spjallað er nánar við Tryggva Val Sæmundsson og Kristínu Jónsdóttur í aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is