Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 10:01

Kálfapylsur eru næsta nýjung í framleiðslunni á Hundastapa

Það er alltaf eitthvað nýtt á prjónunum hjá Agnesi Óskarsdóttur á Hundastapa. Á búinu eru bæði ær og kýr og fjölskyldan á bænum er stór. Þau Agnes og Halldór Gunnlaugsson eiga fjóra drengi; Jóhannes sem er tólf ára, Óskar sem er tíu ára, Ólaf sem er átt ára og Sigurþór sem er fjögurra ára. „Ég er fyrst og fremst bóndi og móðir en fyrir utan það vinn ég í Ljómalind, þar sem ég er að selja vörur frá mér og hópi annarra. Matargerð er helsta áhugamálið mitt og ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ég er komin með 25 matvörutegundir núna; sultur, saft, brauð, kálfakjöt, svínakjöt, grafið ærfilé og fleira. Ég fór á pylsugerðanámskeið núna fyrir stuttu, sem var mjög skemmtilegt. Núna er ég búin að vera að prófa mig áfram í pylsugerð og stefnir allt í að ég komi með kálfapylsur á næstu dögum,” segir Agnes þegar við hittum hana í Ljómalind fyrr í mánuðinum.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt nánar við Agnesi á Hundastapa, ásamt fjölmörgu öðru ungu og efnilegu fólki frá Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is