Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 11:01

Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum

Síðastliðinn laugardag var haldin fjölmenningar- og matarhátíð í Frystiklefanum í Rifi. Að þessum atburði stóðu Átthagatofan, Frystiklefinn og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Boðið var upp á mat og skemmtiatriði frá sjö þjóðlöndum og var fjölbreytt úrval af mat og kræsingum fyrir þá 400 gesti sem komu af þessu tilefni. Dagbjört Agnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu sagði í samtali við Skessuhorn að fjöldi gesta hafi farið fram úr björtustu vonum og kom það þægilega á óvart hversu margir komu. Sagði Dagbjört ennfremur að félagasamtök ásamt Rauða krossinum í Snæfellsbæ væri með samvinnuverkefni í gangi frá 21. nóvember sem stæði í eitt ár. Nefnist það verkefni ,,Brjótum ísinn - bjóðum heim og á eitt stefnumót á Snæfellsnesi.“ Dagbjört segir að í því verkefni verði í boði mánaðarlegir viðburðir á Snæfellsnesi, ókeypis og öllum opnir og gæti fólk valið úr. Stefnt er að því að gestgjafar bjóði gestum sínum einu sinni í mat og á eitt stefnumót á því ári sem verkefnið stendur yfir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is