Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 12:01

Eru með námsbúðir á Íslandi og í Kaliforníu

Nú þegar aðventan gengur í garð fara jólalögin að óma á flestum útvarpsrásum og jólaljósin að lýsa upp skammdegið. Þessi tími er þó ekki einungis jólalög og tóm gleði hjá öllum, þrátt fyrir að viðkomandi geti verið mikið jólabarn. Jú, nemendur um allt land sitja sveittir heima, þamba Red Bull og kaffi, sofa takmarkað og drekkja sér í bókum. Þetta er tími jólaprófa hjá ansi mörgum. Davíð Ingi Magnússon hefur gengið í gegnum nokkur jólaprófatímabil og þekkir því þetta ástand. Hann vinnur nú að því að hjálpa öðrum í þessum sporum. Davíð Ingi ólst upp á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit. Hann kláraði stúdentspróf og fór í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist í sumar með meistarapróf í lögfræði.

Byrjaði með tveimur námskeiðum fyrir fimm árum

 

Haustið 2010 fékk vinur Davíðs Inga, Atli Bjarnason, þá hugmynd að bjóða nemendum við Háskóla Íslands upp á upprifjunarnámskeið fyrir lokapróf. Var það upphafið af Nóbel námsbúðum. Fyrsta árið voru haldin námskeið í bókhaldi og stærðfræði fyrir nemendur í viðskiptafræði. Námskeiðin urðu strax fullsetin svo Atli vildi stækka þetta og bjóða upp á fleiri námskeið. Hann hafði því samband við Davíð Inga og Sigvalda Fannar Jónsson og fékk þá með sér í verkefnið. „Þessi námskeið byggja á jafningjafræðslu. Við finnum nemanda sem hefur lokið ákveðnu námskeiði með framúrskarandi árangri. Við þjálfum þann einstakling svo upp til að halda tíu klukkustunda námskeið fyrir núverandi nemendur sem eru að fara í lokapróf. Þetta hefur reynst mjög vel og á síðasta skólaári vorum við með um 200 námskeið og yfir 5000 nemendur á Íslandi. Það eru fleiri nemendur en eru í öllum skólum landsins að Háskóla Íslands undanskildum,” segir Davíð Ingi.

 

Rætt er nánar við Davíð Inga í Aðventublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is