Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 11:55

Tvöföldun hringvegarins kostar allt að 260 milljarða

Kostnaður við að tvöfalda hringveginn kringum landið og gera hann að svokölluðum 2+2 vegi með tvær akreinar í báðar áttir er áætlaður 150-200 milljarðar króna. Ef sama vegalengd yrði lögð svokölluðum 2+1 vegi er áætlað að kostnaðurinn yrði 100-130 milljarðar. Þá er miðað við við óbreytta legu vegarins og að núverandi vegur sé fullgerður sem er þó ekki alltaf raunin. Þessi niðurstaða kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Björgvins Sigurðssonar varaþingmanns. Björgvin segir að við breikkun hringvegarins væri horft framhjá dýrum framkvæmdum eins og gerð brúar á Ölfusá, vegar um Hornafjarðarfljót, brúar yfir Lagarfljót og Jökulsá á Fjöllum og fleiri samgöngumannvirki. Einnig er litið fram hjá jarðgöngum en þau eru tvö á þessari leið, um Almannaskarð og undir Hvalfjörð. Miðað við ýmsar viðbótarframkvæmdir áætlar Björgvin að 2+2 vegagerð myndi kosta 200-260 milljarða króna og 2+1 vegur 130-170 milljarða.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is