Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 01:28

Fjórir Vestlendingar í landsliðinu í körfu

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir því slóvakíska í undankeppni EM 2017 í Laugardalshöllinni í kvöld. Verður það annar leikur beggja liða í keppninni. Slóvakar unnu 13 stiga sigur á Portúgal í fyrsta leik en Ísland mátti sætta sig við 22ja stiga tap gegn Ungverjum um síðustu helgi. Vesturland á hvorki meira né minna en fjóra fulltrúa í íslenska hópnum. Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur og Bryndís Guðmundsdóttir leika allar með Íslandsmeisturum Snæfells. Fjórði fulltrúinn er Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem hóf lék í upphafi tímabils með Skallagrími í 1. deildinni áður en hún gekk til liðs við úrvalsdeildarlið Grindavíkur þar sem hún spilar nú.

Leikurinn gegn Ungverjum um síðustu helgi var fyrsti landsleikur Berglindar en hinar hafa allar leikið með landsliðinu á undanförnum árum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is