Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 08:01

Bókaði um Brjánslækjarhöfn

Eins og kunnugt er þá siglir flóabáturinn Baldur yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Á fundi í hafnarstjórn Vesturbyggðar 17. nóvember lét Valgeir Davíðsson bóka þá skoðun sína að Brjánslækjarhöfn sé nú orðin flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð. Í bókuninni segir svo: „Það lítur út fyrir að ferðamönnum fjölgi gríðarlega og verði komnir í 2 milljónir árið 2018 og eru Vesturland og Vestfirðir heitustu staðir landsins skv. könnunum hjá ferðamönnum. Þessi fjölgun og gríðarleg aukning í framleiðslu í fiskeldi hjá Dýrfiski og Fjarðalax úr 6.000 tonnum í 19.000 tonn kallar á gífurlega aukningu í fiskflutningum, upp á rúm 300% fyrir utan það sem Arnarlax kemur til með að flytja þannig að aukning á flutningi í fiskeldi getur numið allt að 7-800% aðra leiðina svo þarf fiskurinn eitthvað að éta þar verður líka mikil aukning í flutningi á fóðri og á ýmsum vörum tengd fiskeldi þannig að aukning á vörum fram og tilbaka tengt fiskeldi getur jafnvel aukist um eitt til tvö þúsund prósent.  Ég tel að allir sem hér sitja viti að aðstaða til smábátaútgerðar á Brjánslæk er til skammar. Að mínu viti getum við ekki beðið lengur. Við verðum að geta tekið við ferðamönnum, að þeir hætti ekki við að koma hingað útaf vegum og einnig vegna öngþveitis sem skapast við alla þessa aukningu á fólki og miklum vöruflutningum sem þurfa að komast hratt og örugglega leiðar sinnar til að skapa verðmæti.“ Valgeir vill að endurbætur á Brjánslækjarhöfn verði settar á fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2016.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is