Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2015 04:01

Deila jólakraftaverkum til barnafjölskyldna

Í fyrra stofnaði Akurnesingurinn Védís Kara Reykdal síðuna Jólakraftaverk á samskiptamiðlinum Facebook. Tilgangur síðunnar er að fólk geti aðstoðað fjölskyldur með gjöfum fyrir jólin eða beðið um aðstoð. Í lýsingu hópsins er sagt frá því að jólin séu mörgum erfiður tími og þá sérstaklega foreldrum. „Því miður eru allt of margar fjölskyldur á Íslandi í dag sem eiga sárt um að binda og það vilja allir geta gert sitt besta fyrir fjölskylduna sína en eiga ekki endilega alltaf til fjármagnið til þess,“ segir á síðunni þar sem kraftaverkin gerast. Skessuhorn heyrði í Dalakonunni Anítu Rún Harðardóttur sem er einn af stjórnendum Jólakraftaverka, annað árið í röð.

Neyðin er mikil

Aðspurð um hvort neyðin sé mikil í ár segir Aníta að svo sé. „Mun meiri en í fyrra, það hafa mikið fleiri leitað til okkar í ár. Ég finn allavega rosalegan mun milli ára en starfið er líka þekktara núna en í fyrra. Kannski er þetta líka vegna þess að það voru fleiri sambærilegar síður í fyrra og þar af leiðandi leita fleiri til okkar núna. Við vorum samt skipulagðari í ár og byrjuðum mun fyrr en í fyrra. Við vorum byrjaðar að plana og skipuleggja í september en byrjuðum að úthluta gjöfum í nóvember,“ segir hún. Aníta segist ekki hafa nákvæma tölu á þeim sem leitað hafa eftir aðstoð en segir aðstandendur síðunnar hafa hjálpað í kringum 300 börnum með aðstoð af ýmsu tagi. „Það eru líka alveg ótrúlega margir sem hafa veitt okkur hjálparhönd. Ýmis fyrirtæki hafa til dæmis styrkt okkur með gjöfum og einstaklingar líka. Við erum ennþá sömu sem stjórnum síðunni og í fyrra en fleiri yndislegar konur hafa bæst í hópinn. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Aníta.

 

Leikföng vinsælust

Aníta segir flesta sem óska eftir hjálp í gegnum kraftaverkasíðuna vera að biðja um leikföng og annað til að gefa börnum sínum í jólagjöf. Þá eru einnig einhverjir sem eru að leita að jólafötum, jólamat og gjöfum fyrir sveinka. „Leikföngin eru vinsælust til að gefa börnunum á jólunum finnst mér, svo kannski bækur og föt þar á eftir. En fyrir eldri krakkana er helst óskað eftir snyrtidóti og bara allskonar gjöfum.“ Hún segir fólk alls staðar af landinu vera í þeim sporum að þurfa aðstoð og að hægt sé að leita til stjórnenda síðunnar í gegnum Facebook eða með því að senda tölvupóst á netfangið hatidarhjalp@gmail.com. Þá geta þeir sem vilja rétta fram hjálparhönd einnig haft samband. „Við tökum á móti gjöfum, fötum, gjafabréfum og bara öllu sem getur glatt aðra. Það eru engin takmörk eða tímamörk, bara að gjafirnar berist fyrir aðfangadag,“ segir Aníta Rún að endingu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is