Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 02:05

Styttist í að nýr Víkingur komi til landsins

Nýr Víkingur AK-100, uppsjávarskip í eigu HB Granda, er nú fullbúinn í tyrknesku skipasmíðastöðinni Celiktrans í Tuzla í Tyrkalandi. Undanfarið hafa staðið yfir prófanir og reynslusigling á skipinu. Áætlað er að skipinu verði siglt áleiðis til Íslands 8. desember og að það verði komið til landsins fyrir hátíðir. Nýr Víkingur AK er systurskip Venusar NS-150 sem kom til landsins í vor. Skipin eru einkar vel búin tækjum og nýjustu tækni og afar vel fer um áhöfn.

 

 

Uppsjávarveiðiskipin Faxi RE og Lundey NS luku sínum síðustu veiðiferðum fyrir HB Granda í vikunni. Bæði skipin komu til hafnar á Vopnafirði í gær og lönduðu kolmunna. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda, verður Faxi væntanlega afhentur nýjum eiganda, Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, um miðjan deembermánuð. Skipið er nú í Reykjavík þar sem það fer í slipp fyrir afhendingu. Unnið er að því að selja Lundey. Mun nýr Víkingur ásamt systurskipinu Venusti sjá um að veiða þann kvóta sem Ingunn AK, Faxi og Lundey sáu áður um að veiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is