Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 11:58

Japanskur raunveruleikaþáttur tekinn upp í Grundarfirði

Undanfarna daga hafa Grundfirðingar orðið varir við kvikmyndatökulið sem er við tökur á svæðinu. Þarna er á ferðinni japanska stórstjarnan Yuko Oshima en hún er 27 ára gömul söng- og leikkona sem er mjög þekkt í heimalandi sínu. Tilefnið er upptökur í japanskan raunveruleika-sjónvarpsþátt. Tökurnar fara fram á Snæfellsnesi en þó að mestu í Grundarfirði. Til að mynda fór sjónvarpsstjarnan á sjóstöng og fékk svo forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar til að matbúa aflann heima hjá sér. Þá hefur Yuko kíkt á handverk hjá eldri borgurum þar sem ljósmyndari Skessuhorns náði mynd af henni eftir að hafa útskýrt að myndin yrði ekki notuð í alþjóðlega fjölmiðla, heldur væri fyrir vestlenskt héraðsfréttablað. Töluverður aðdragandi er að þáttagerðinni, en hugmyndin vaknaði í sumar þegar forsprakkar þáttagerðarinnar komu til Grundarfjarðar, skoðuðu aðstæður og ræddu við forsvarsmenn bæjarfélagsins.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is