Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 01:01

Tekjur HB Granda minnka vegna innflutningsbanns Rússa

Rekstrartekjur HB Granda samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 56,2 milljónir evra og 166,6 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum ársins. Á gengi dagsins nemur þetta 7,9 og 23,5 milljörðum íslenskra króna. Sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 68,3 milljónir evra á þriðja ársfjórungi (9,6 milljarðar) og 155,6 milljónir (21,9 milljarðar) á fyrstu níu mánuðunum. Hagnaður fyrir vexti og aðra fjármagnsliði (EBITDA) nam 15,6 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 46,9 á fyrstu níu mánuðum ársins. Í fyrra voru þessar upphæðir 26,4 milljónir og 45 milljónir. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 9,1 milljónir evra (1,3 milljarðar) og á fyrstu níu mánuðum ársins 31,2 milljónir (4,4 milljarðar). Á þriðja ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn 20 milljónir evra (2,8 milljarðar) og 39,6 milljónir (5,6 milljarðar) fyrstu 9 mánuðina. Af þessum tölum er ljóst að verulega dregur úr hagnaði HB Granda á þessu ári samanborið við sömu tímabil í fyrra.

 

 

„Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins og afkomu þess, sérstaklega á Vopnafirði, gangi það að fullu eftir. Um 17% tekna félagsins komu frá rússneskum aðilum árið 2014. Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda hf. en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli. Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 2,4 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi,“ segir í frétt HB Granda um afkomutölurnar sem lagðar voru fram í síðustu viku.

 

Þrátt fyrir að það dragi úr hagnaði þá er HB Grandi eftir sem áður mjög sterkt fyrirtæki. Heildareignir þess námu 387,3 milljónum evra í lok september 2015. Eigið fé nam 231,8 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall í lok september sl. var 59,9%, en var 59,7% í lok árs 2014. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 155,5 milljónir evra.

 

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 var afli skipa félagsins 38 þúsund tonn af botnfiski og 113 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is