Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 01:01

Tekjur HB Granda minnka vegna innflutningsbanns Rússa

Rekstrartekjur HB Granda samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi voru 56,2 milljónir evra og 166,6 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum ársins. Á gengi dagsins nemur þetta 7,9 og 23,5 milljörðum íslenskra króna. Sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 68,3 milljónir evra á þriðja ársfjórungi (9,6 milljarðar) og 155,6 milljónir (21,9 milljarðar) á fyrstu níu mánuðunum. Hagnaður fyrir vexti og aðra fjármagnsliði (EBITDA) nam 15,6 milljónum á þriðja ársfjórðungi og 46,9 á fyrstu níu mánuðum ársins. Í fyrra voru þessar upphæðir 26,4 milljónir og 45 milljónir. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var 9,1 milljónir evra (1,3 milljarðar) og á fyrstu níu mánuðum ársins 31,2 milljónir (4,4 milljarðar). Á þriðja ársfjórðungi í fyrra var hagnaðurinn 20 milljónir evra (2,8 milljarðar) og 39,6 milljónir (5,6 milljarðar) fyrstu 9 mánuðina. Af þessum tölum er ljóst að verulega dregur úr hagnaði HB Granda á þessu ári samanborið við sömu tímabil í fyrra.

 

 

„Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur haft og mun hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins og afkomu þess, sérstaklega á Vopnafirði, gangi það að fullu eftir. Um 17% tekna félagsins komu frá rússneskum aðilum árið 2014. Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda hf. en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli. Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 2,4 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi,“ segir í frétt HB Granda um afkomutölurnar sem lagðar voru fram í síðustu viku.

 

Þrátt fyrir að það dragi úr hagnaði þá er HB Grandi eftir sem áður mjög sterkt fyrirtæki. Heildareignir þess námu 387,3 milljónum evra í lok september 2015. Eigið fé nam 231,8 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall í lok september sl. var 59,9%, en var 59,7% í lok árs 2014. Heildarskuldir félagsins voru í septemberlok 155,5 milljónir evra.

 

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 var afli skipa félagsins 38 þúsund tonn af botnfiski og 113 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is