Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 01:05

Útvarp Akraness í loftið á morgun

„Útvarpið markar svolítið upphaf jólaundirbúningsins. Hjá mér hefst hann þessa fyrstu helgi aðventunnar og ég veit til þess að þannig er það hjá mörgum. Fólk kveikir á Útvarpi Akraness og hlustar á meðan það byrjar að dúlla fyrir jólin, baka og fleira slíkt,“ segir Hjördís Hjartardóttir útvarpsstjóri í samtali við Skessuhorn. Fyrsti þáttur fer í loftið á hádegi á morgun og standa útsendingar Útvarps Akraness yfir fram á miðjan sunnudag. Hjördís segir að dagskráin í ár verði hefðbundin með nýju efni í bland. „Krakkarnir úr 5. bekk beggja grunnskóla verða með sína dagskrá og hún verður fjölbreytt, upplestur tónlist og fleira. Bókaþátturinn verður á sínum stað sem og rokkþáttur Nonna Allans og Tomma, þeir ætla að vera með stuð á föstudagskvöldinu. Nemendur fjölbrautaskólans verða með þátt og auðvitað sundkrakkarnir. Spurningakeppnin sem sló í gegn í fyrra verður að sjálfsögðu aftur í ár,“ segir hún og bætir því við að framundan sé ánægjuleg helgi við vinnuna í kringum útvarpið.

„Það sem er hvað skemmtilegast við þetta er að margir hafa stigið fram sem dagskrárgerðarmenn. Hinir og þessir bæjarbúar slá til og stjórna þætti. Bæði fólk sem er tengt og ótengt sundfélaginu slær til og setur saman þætti fyrir aðra að hlusta á, jafnvel þó það hafi aldrei komið nálægt útvarpi áður,“ segir hún.

 

Útvarp Akraness er á tíðninni 95,0

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is