Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2015 09:01

Úr rafmagninu í óperusönginn

Hann ætlaði sér aldrei að verða atvinnusöngvari en starfar nú sem óperusöngvari í Hollandi. Elmar Gilbertsson ólst upp í Búðardal og í Saurbæ í Dölum og gekk í Grunnskólann í Búðardal. Eftir grunnskólann fluttist Elmar til höfuðborgarinnar þar sem hann fór í Iðnskólann, „Þar lærði ég forritun í tvö ár en flutti þá upp á Snæfellsnes og bjó þar í nokkur ár. Á þeim tíma stundaði ég nám í búfræðum við Bændaskólann á Hvanneyri í tvö ár og hélt svo aftur suður í Iðnskólann og útskrifaðist sem rafeindavirki,“ segir Elmar. Tónlist var alltaf stór partur af lífi Elmars og byrjaði tónlistarnámið í tónlistarskólanum í Búðardal. „Ég byrjaði nú að læra á blokkflautu í tónlistarskólanum þegar ég var barn, en hún brotnaði fljótlega þegar ég fór að spila á trommurnar með henni þannig að dagar mínir sem blokkflautuleikari urðu mjög fljótlega taldir. Nokkrum árum seinna fór ég að læra á gítar og gerði í nokkur ár,“ segir Elmar, en hann spilaði meðal annars í allskonar bílskúrsböndum á táningsárunum. Þá spilaði hann á gítar og söng bæði pönk og þungarokk. „Við vorum ekki mikið í óperunni á þessum árum,” bætti hann við.

 

En ýmislegt átti eftir að breytast í lífi hins unga manns og má lesa allt um það í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is