Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 04:01

Lögfræðin snertir alla með einhverjum hætti

Gróa Björg Baldvinsdóttir er ung kona úr Dölunum sem nú vinnur sem lögmaður á lögfræðistofunni Landslögum. „Á meðan ég var í mastersnáminu vann ég hjá skilanefnd Landsbankans, það var lærdómsríkt og góð reynsla. Ég hef svo unnið hjá hjá Landslögum í rúm fjögur ár. Ég fékk héraðsdómslögmannsréttindin í desmber 2012 en það þýðir að ég get flutt mál fyrir héraðsdómum landsins, tekið að mér skiptastjórn þrotabúa og fleira. Ég hef fengist við margvísleg mál hér á Landslögum, svo sem varðandi ábyrgðartryggingar stjórnenda, fasteignakaup, fasteignagalla, skiptastjórn, ýmis málefni tengd sveitarfélögum, skipulagsmál og fleira. Man þegar ég byrjaði í náminu en þá var ég oft spurð hvernig mér dytti í hug að fara að læra þetta þurra námsefni. Ég hef hins vegar kynnst því að lögfræðin er fjarri því að vera þurr. Hún er einmitt mjög lifandi, skemmtileg og snertir okkur öll á einn eða annan hátt. Mér finnst gaman í vinnunni, það eru aldrei tveir dagar eins og starfið er bara svo lifandi og skemmtilegt,” segir Gróa.

 

Nánar er rætt við hana í Skessuhorni vikunnar um störfin og einnig ævintýraferð sem hún fór til Tailands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is