Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 12:29

Segir mikilvægt að skapa sátt um skólamál á Hvanneyri

„Ef þetta heldur svona áfram stálin stinn, þá leiðir það vafalaust til þess að fleiri íbúar hrökklast í burtu vegna óánægju. Ég er ekki til í horfa upp á það gerast án þess að bregðast við. Það sem liðið er hausts og vetrar hefur börnum fækkað um ellefu í leik- og grunnskólanum á Hvanneyri. Fleiri foreldrar eru að hugsa sér til hreyfings. Þetta er þvert á það sem formaður byggðarráðs og fræðslunefndar sagði að myndi gerast á fjölmennum íbúafundi á Hvanneyri í haust. Hún taldi að ákvörðunin um lokun skóla á Hvanneyri myndi ekki hafa nokkur áhrif á þróun byggðar á svæðinu á meðan Hvanneyringar héldu öðru fram. Þar ríkir mikil samstaða á meðal íbúa þorpsins og mikil reiði í garð stjórnenda Borgarbyggðar,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir. „Við getum ekki haldið áfram í þessum ágreiningi. Það verður að skapa sátt um þetta mál og það er vel hægt ef vilji er fyrir hendi. Frumskylda okkar sveitarstjórnarmanna hlýtur að vera að vinna að sátt. Auðvitað ber okkur einnig að tryggja fjárhagslegan grundvöll sveitarfélagsins. Þar eru sem betur fer mörg jákvæð teikn á lofti.“ Á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar lagði Geirlaug fram bókun þar sem hún reifar neikvæð áhrif of viðamikilla breytinga í skólahaldi. Jafnframt viðurkennir hún að það hafi verið röng ákvörðun hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í sveitarstjórn að setja sig ekki í andstöðu við málið. „Við hefðum átt að tala gegn þessu á fundinum 11. júní en mér þótti bara sem ég myndi gera illt verra færi ég að tjá mig upphátt þá,“ segir hún.

 

Nánar er rætt við Geirlaugu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is