Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2015 11:01

Starfar sem prjónahönnuður í Noregi

Hrönn Jónsdóttir flutti með fjölskyldu sinni til Noregs í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á Íslandi haustið 2008. Þar hefur henni vegnað vel. Hún er nú hönnuður og verkefnastjóri við hönnunardeild eins stærsta garnframleiðslufyrirtækis Noregs. Hrönn er Vestlendingur, fædd og uppalin í Búðardal. „Pabbi er ættaður frá Reykhólasveitinni og mamma úr Staðarsveitinni þannig það má segja að þau hafi mæst á miðri leið þegar þau settust að í Búðardal. Þar fæddist ég árið 1981 og ólst upp. Síðan fór ég til Reykjavíkur í framhaldsskóla 16 ára gömul. Unglingarnir á landsbyggðinni þurfa oft að fara snemma að heiman til náms. Skólagangan mín varð því miður endaslepp. Ég hætti í framhaldsskólanum eftir eitt og hálft ár. Manni lá svo á að fara að lifa. Ég eignaðist svo mitt fyrsta barn, soninn Atla Þorgeir, í desember 1998, þá tæplega 18 ára.“

 

 

Hrönn fór út á vinnumarkaðinn og hefur lítið sest á skólabekk síðan. „Þrátt fyrir formlegan menntunarskort þá hef ég alltaf unnið við spennandi og skemmtilega hluti og aldrei fundið fyrir öðru en tilhlökkun yfir því að mæta til vinnu. Ég datt meðal annars inn í starf á efnafræðistofu þar sem voru framleidd prófefni fyrir ýmsar rannsóknir. Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kenndi mér margt. En ég hef einnig unnið við afgreiðslustörf, m.a. í bakaríi og sjoppu.

 

Ég kynntist Tony, fyrrum sambýlismanni mínum, árið 2000. Upp úr aldamótum bjuggum við til skamms tíma í Noregi en fórum svo aftur til Íslands. Dæturnar Herborg Konný og Iðunn Iren bættust við fjölskylduna árin 2007 og 2009. Síðustu árin á Íslandi vann ég í sænskum gjaldeyrisbanka, sem hafði sett á fót útibú í Reykjavík. Þar var hægt að kaupa gjaldeyri sem ekki fékkst í íslensku bönkunum. Með gjaldeyrishöftunum í kjölfar bankahrunsins árið 2008 var fótunum kippt undan starfseminni. Það var sjálfhætt og ég missti vinnuna, þá í fæðingarorlofi eftir fæðingu yngstu dótturinnar,“ rifjar Hrönn upp.

 

Hún segir að í kjölfar þessa hafi þau tekið þá ákvörðun að flytja af landi brott. „Tony er Norðmaður, og hefur menntun og reynslu sem gerði honum auðvelt að fá vinnu við olíuiðnaðinn í Noregi, svo að í ágúst 2009 fluttum við með börnin þrjú til Stafangurssvæðisins í suðvestur Noregi þar sem mikið er um olíutengd störf. Fyrsta árið var ég heimavinnandi með börnin, en svo komust stelpurnar að á leikskóla og ég fór að leita mér að vinnu.“

 

Í Skessuhorni vikunnar, þar sem rætt er við Hrönn, segir hún meðal annars frá því hvernig það æxlaðist að hún stýrir nú prjónahönnunardeild í risastóru garnfyrirtæki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is