Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2015 03:02

Vestlendingarnir komu allir við sögu gegn Slóvakíu

Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætti Slóvökum í undankeppni EM 2017 í Laugardalshöllinni í gær í Laugardalshöllinni. Lið Íslands var heldur lengi í gang og fann sig illa framan af fyrri hálfleik. Slóvakar fengu að leika sinn bolta og stjórnuðu ferðinni í leiknum. Í upphafi síðari hálfleiks tók íslenska liðið hins vegar góðan 10-0 sprett og minnkaði muninn í þrjú stig með fyrir lok þriðja leikhluta með góðum varnarleik og skynsamlegum sóknaraðgerðum. Slóvakíska liðið reyndist þó of stór biti að kyngja og tóku stjórn leiksins aftur í sínar hendur og sigruðu að lokum með 17 stiga mun, 55-72.

 

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá eiga Vestlendingar fjóra fulltrúa í landsliðinu sem allir komu við sögu í leiknum í gær. Sigrún Ámundadóttir skoraði fimm stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði tvö stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði þrjú stig og tók eitt frákast og systir hennar Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði fimm stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

 

Helena Sverrisdóttir, sem farið hefur mikinn með Haukum í vetur, var atkvæðamest íslenska liðsins með 16 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is