Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2015 10:04

Akraneskaupstaður og Þjóðskrá með bestu opinberu vefina

Á Degi upplýsingatækninnar í gær, sem Skýrslutæknifélagið stóð fyrir, veitti fulltrúi innanríkisráðuneytisins verðlaun fyrir bestu upplýsingavefina hjá hinu opinbera. Veitt var viðurkenning fyrir besta opinbera vefinn og fékk Þjóðskrá Íslands þá viðurkenningu fyrir vefinn island.is. Viðurkenningu fyrir besta vef sveitarfélaga fékk Akraneskaupstaðar fyrir akranes.is. Fimm sveitarfélög voru tilnefnd en auk Akraness voru það Seltjarnarnesbær, Fjarðabyggð, Skagafjörður og Kópavogsbær sem þykja hafa góða upplýsingavefi. Viðurkenningin þessi er veitt annað hvert ár og hlaut Reykjavíkurborg hana árið 2013.

 

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi tók á móti viðurkenningunni. Sagðist hún í ávarpi sínu vilja þakka starfsfólki bæjarskrifstofunnar undir forystu Sædísar Sigurmundsdóttur verkefnisstjóra fyrir vinnu við endurbætur á vef bæjarins. Einnig lýsti Regína yfir ánægju með samstarfið við Stefnu en fyrirtækið hannaði vefinn í samstarfi við starfsfólk Akraneskaupstaðar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is