Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2015 02:01

Knattspyrnuskóli áformaður á Skaganum

Dagana 18.-20. desember næstkomandi verður haldið námskeið á Akranesi á vegum Coerver knattspyrnuskólans. Fyrirtækið var stofnað árið 1984 og starfar í yfir 50 löndum. Á 30 ára afmæli skólans í fyrra fékk hann verðlaun frá alþjóðaknattspyrnu-sambandinu FIFA og er það í fyrsta og eina skiptið sem sambandið hefur verðlaunað sérstaklega fyrirtæki innan knattspyrnuhreyfingarinnar. „Coerver sérhæfir sig í knattspyrnuþjálfun og sérstaklega þjálfun barna og unglinga. Skólinn er kenndur við Weil Coerver, hollenskan knattspyrnuþjálfara sem var frumkvöðull í að kenna tækni og líta á tækni sem eitthvað sem að hægt er að kenna með kerfisbundnum hætti,“ segir Heiðar Birnir Torleifsson knattspyrnuþjálfari í samtali við Skessuhorn.

 

 

„En síðan eru liðin mörg ár, eins og sagt er og við erum að klára okkar þriðja ár með knattspyrnuskólann hér á landi. Á þessu ári hafa komið til okkar yfir þúsund krakkar og um 150 þjálfarar á þjálfaranámskeiðin,“ segir Heiðar. Að sögn hans byggja námskeið knattspyrnuskólans á þeirri hugmynd að tæknileg færni sé eitthvað sem allir geti lært. „Þetta byrjar á æfingum með bolta sem eru stöðugt gerðar erfiðari. Svo er hraða bætt við eins fljótt og hægt er og því næst er allt sem krakkarnir hafa lært sett inn í leikaðstæður,“ segir hann og bætir því við að allt sem kennt er eigi að geta nýst í leik. „Þetta snýst um að gefa leikmönnunum verkfæri. Til dæmis með því að taka annan leikmann með gabbhreyfingu, þá er búið til svæði til að senda boltann, skjóta eða rekja hann áfram,“ segir Heiðar og bætir því við að ýmsir þættir knattspyrnunnar hafi ef til vill ekki fengið nægilega mikla athygli við þjálfun hér á landi í gegnum tíðina. „Ég hef oft vitnaði í franska rannsókn, sem reyndar er orðin 20 ára gömul. Þar kom í ljós að staðan einn á móti einum kemur upp að meðaltali 300 sinnum í leik í ellefu manna bolta. Leikmenn verða að geta leyst þá stöðu. Hér heima hefur í gegnum tíðina meira verið einblínt á til dæmis móttökur og sendingar,“ segir hann.

 

Námskeiðið á Akranesi er ætlað drengjum og stúlkum í 3.-6. flokki og tekur Heiðar það skýrt fram að allir geti tekið þátt. „Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á knattspyrnu og áhuga á að æfa, því við höfum trú á því að allir geti lært,“ segir hann og bætir því við að þeir sem taki þátt muni bæði hafa gaman af og bæta færni sína. „Þegar krökkunum finnst gaman þá gengur þeim betur að læra og við höfum það að leiðarljósi og þeir sem koma til okkar munu sjá skýrar framfarir, ekki spurning. Þó námskeiði sé bara ein helgi þá sjáum við alltaf skýrar framfarir hjá þátttakendum,“ segir Heiðar að lokum.

 

Áhugasömum er bent á að nánari upplýsingar, þar á meðal um skráningu má finna á www.coerver.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is