Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2015 01:09

Vilja að sveitarstjórn endurskoði fyrri ákvörðun um lokun skóla

Aðalfundur Íbúasamtaka Hvanneyrar fór fram á þriðjudaginn í liðinni viku. Þar var samþykkt ályktun varðandi áætlaðar breytingar sveitarstjórnar Borgarbyggðar á skólahaldi á Hvanneyri. Í henni var farið fram á að sveitarstjórn Borgarbyggðar dragi til baka ákvörðun sína um breytingar á skólahaldi á Hvanneyri sem tekin var 11. júní síðastliðinn. Þá segir m.a. í ítarlegri bókun sem samþykkt var: „Nú liggja fyrir upplýsingar frá sérfræðingi hjá Innanríkisráðuneytinu um að framlag Jöfnunarsjóðs til Borgarbyggðar lækki um 20 milljónir króna vegna þessara breytinga en sveitarstjórn láðist að taka þessa upphæð með í sína sparnaðarútreikninga sem er ámælisvert í einu orði sagt. Í ljósi þessara nýju upplýsinga, ásamt betri stöðu sveitasjóðs frá því að ákvörðun var tekin, er ljóst að umrædd ákvörðun sveitarstjórnar stendur á enn meiri brauðfótum en leit út fyrir í upphafi. Það er að auki lágmarkskrafa íbúa sérhvers lýðræðissamfélags að kjörnir fulltrúar taki ákvarðanir á grundvelli réttra upplýsinga, sérstaklega þegar um svo íþyngjandi ákvörðun er að ræða eins og í þessu tilfelli.“

 

 

Þá segir í ályktun fundarins að mörg jákvæð teikn séu á lofti í byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu víðsvegar í sveitarfélaginu en fundarmenn lýstu furðu sinni og vonbrigðum yfir því hversu litla athygli þessi góðu verk fá frá meirihluta sveitarstjórnar sem virðist einblína á niðurrif og sundrungu. „Ákvörðun sveitarstjórnar hefur valdið íbúum á skólasvæði Hvanneyradeildar GBF og í reynd íbúum Borgarbyggðar allrar ómældum skaða og vanlíðan. Fundarmenn gera þá kröfu að sveitarstjórn Borgarbyggðar sjái sóma sinn í því að draga ákvörðun sína um breytingar á skólahaldi á Hvanneyri frá 11. júní síðastliðnum til baka og haldi áfram að reka þar grunnskóla fyrir a.m.k. 1.-4. bekk. Fundarmenn eru sannfærðir um að það sé Borgarbyggð allri til heilla. Þá telur fundurinn að gefnu tilefni ástæðu til að minna á að kjörnir fulltrúar hafa umboð sitt frá íbúum og bera fulltrúarnir lagalega skyldu til að gæta meðalhófs í hvívetna, samanber 12. grein stjórnsýslulaga (nr. 37/1993). Ekki verður með nokkru móti séð að meðalhófs hafi verið gætt með ákvörðun sveitarstjórnar um lokun Hvanneyrardeildar GBF. Öllu heldur er ákvörðunin mjög íþyngjandi fyrir börn skólasvæðisins, íbúa og samfélagið allt. Fundarmenn telja ekki til of mikils ætlast að haft sé samráð við íbúa varðandi ákvarðanir sem teknar eru um það samfélag sem þeir hafa byggt upp og búa í. Það skal undirstrikað að í 12. grein stjórnsýslulaga segir: ,,Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti". Markmiðið um fjárhagslegan ávinning er að engu orðið og ljóst er að tapið er þegar orðið mikið og getur það orðið enn meira ef ákvörðun sveitarstjórnar stendur. Fundarmenn telja löngu tímabært að íbúar og sveitarstjórn snúi bökum saman og vinni að uppbyggingu og ímyndarsköpun fyrir Borgarbyggð, sveitarfélaginu til hagsbóta. Félagar í Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis munu ekki láta sitt eftir liggja í að vinna að þessari uppbyggingu í sátt og samlyndi við sveitarstjórn Borgarbyggðar. Vinnum saman!“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is