Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2015 06:01

Framleiðsla Silicor gerð kolefnishlutlaus

Sólarkísilver Silicor Materials á Grundartanga verður kolefnishlutlaust og mun því ekki auka útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir jafnframt: „Það verður tryggt með aðgerðum samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum. Silicor hefur þegar stigið fyrsta skrefið með samningi við sjóðinn Kolvið um að planta árlega 26 þúsund trjám sem binda alla losun koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins á Grundartanga. Sólarkísilverið mun framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð sem virkjað geta úr geislum sólarinnar 38 sinnum meiri raforku en fer til framleiðslunnar. Losun koltvísýrings vegna framleiðslunnar verður aðeins 48 tonn á ári sem er svipað og losun 24 dæmisgerðra heimilisbifreiða.“

 

Sólarkísilverið á Grundartanga mun árlega framleiða 19 þúsund tonn af sólarkísil og nota 85 MW af raforku. Við sólarkísilverið munu starfa um 450 manns í fjölbreyttum störfum, þar af um þriðjungur í störfum sem krefjast háskólamenntunar. Áætluð fjárfesting Silicor á Íslandi vegna sólarkísilvers á Grundartanga er um 900 miljónir Bandaríkjadala, eða að jafnvirði um 120 milljarða króna. Undirbúningur að uppbyggingu starfseminnar á Grundartanga hófst árið 2013. Áætlað er að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2016 og sólarkísilverið taki til starfa árið 2018.

 

 

Kolefnishlutlaust sólarkísilver

Á næstu tveimur vikum verða leiðtogar ríkja jarðar saman komnir í París með það fyrir augum að sameinast um leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna þannig gegn hlýnun jarðar af mannavöldum. Verði ekki hægt á hlýnun jarðar af mannavöldum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni. „Silicor vill verða hluti af lausninni sem kemur í veg fyrir þær. Framlag Silicor er eftirfarandi:

-Að framleiða sólarkísil með ódýrari og umhverfisvænni hætti en aðrir og þannig stuðla að aukinni notkun orkugjafa í heiminum sem ekki valda losun gróðurhúsalofttegunda.

-Að grípa til aðgerða samkvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til jafns við þann útblástur koltvísýrings sem kemur frá sólarkísilveri fyrirtækisins.

-Að afla upprunavottorða með þeirri raforku sem sólarkísilverið notar við framleiðslu til að tryggja að framleiðsla raforkunnar auki ekki losun gróðurhúsalofttegunda.

-Að binda allan koltvísýring sem starfsemi sólarkísilversins losar, bæði framleiðslan og önnur starfsemi á athafnasvæði þess, með skógrækt í samtarfi við Kolvið.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is