Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2015 02:27

Hestaáhuginn erfist á milli kynslóða

Við vinnslu Aðventublaðs Skessuhorns var m.a. komið við í Söðulsholti í Eyja- og Miklaholtshreppi, þar sem Iðunn Silja Svansdóttir og Halldór Sigurkarlsson búa og starfa. Þegar við komum inn í reiðskemmuna var Iðunn að sannfæra Svandísi Svövu, þriggja ára dóttur sína, um að koma af baki. Svandís naut þess að láta teyma sig á hesti í reiðskemmunni og vildi ekkert koma af baki, ung hestakona þar á ferð og á ekki langt að sækja áhugann. Bæði Iðunn og Halldór eru tamningamenn og hafa lokið námi frá Háskólanum á Hólum. Iðunn útskrifaðist þaðan 2001 og hefur alltaf verið á kafi í hestum. Hún kemur frá Dalsmynni í sömu sveit þar sem hún var á fullu í hestamennskunni með föður sínum og afa og miðað við gleði Svandísar á baki er líklegt að hestabakterían hafi smitast áfram.

 

Lesið um þau í Aðventublaðinu sem kom út í liðinni viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is