Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2015 10:01

Reykhólahreppur leggst gegn hugmyndum um breytta stjórnsýslu Flateyjar

Erindi frá íbúum Flateyjar sem þar hafa lögheimili, varðandi viðhorf sveitarstjórnar Reykhólahrepps til þess að stjórnsýsla eyjunnar færist til Stykkishólms, var lagt fram á sveitarstjórnarfundi 12. nóvember síðastliðinn. Í bókun sveitarstjórnar segir að miklir hagsmunir séu fólgnir í því að stjórnsýsla Flateyjar sé í höndum Reykhólahrepps og sveitarstjórn leggist gegn því að stjórnsýsla eyjunnar færist til Stykkishólmsbæjar. Hreppurinn eigi mikið land í Flatey og myndi ekki hafa hagsbót af því að færa sveitarfélagamörkin, auk þess sem eyjan sé órjúfanlegur þáttur í sögu svæðisins sem nú er Reykhólahreppur, bæði í ættfræðilegu og menningarlegu tilliti.

 

 

Í bókuninni segir enn fremur að sveitarstjórnin eigi erfitt með að sjá hvernig það gæti komið íbúum betur að færa stjórnsýslu eyjunnar undir Stykkishólm. Flateyingar sæki þjónustu í Stykkishólm, verslanir og fleira, en það sama eigi við um aðra íbúa sem sæki ýmsa þjónustu út fyrir sveitarfélagið, svo sem til Búðardals, Hólmavíkur eða Reykjavíkur. Þeim þáttum sem falli undir þjónustu sveitarfélagsins hafi Reykhólahreppur sinnt af bestu getu, til dæmis félagsþjónustu og þjónustu byggingafulltrúa o.fl. og hafi Flateyingar ekki þurft að sækja þá þjónustu annað. Alltaf megi gera samninga á milli sveitarfélaga um tiltekna þjónustu, henti það íbúum betur.

 

„Sveitarstjórn hefur ekki fundið fyrir verulegri gagnrýni frá íbúum Flateyjar á þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita,“ segir Karl Kristjánsson, oddviti Reykhólahrepps, í samtali við Skessuhorn. „En Flatey er eyja úti á miðjum Breiðafirði og þeir sem búa þar búa afskekkt, við ákveðna einangrun stóran hluta ársins og takmarkaðar samgöngur sem gerir það að verkum að það getur verið erfitt fyrir íbúana að taka þátt í samfélaginu. Það kemur ekki til með að breytast verði sveitarfélagamörk færð til,“ segir Karl.

 

Í bókun frá fundinum segir að íbúar Flateyjar hafi með erindi sínu komið því á framfæri við sveitarstjórn að þeim þyki sem þeir tilheyri samfélaginu ekki að fullu. Það verði verkefni sveitarfélagsins að gera þá að meiri þátttakendum í daglegri stjórnsýslu. Sveitarstjórn taki því verkefni fagnandi. Karl segir að sú vinna sé þegar hafin. „Unnið er að því að koma á stofn dreifbýlisnefnd sem mun hafa það hlutverk að koma sjónarmiðum þeirra íbúa sem búa í mesta dreifbýlinu betur á framfæri við sveitarstjórn,“ segir hann. Einn sveitarstjórnarmaður verður formaður nefndarinnar og auglýst hefur verið eftir fólki til að taka þátt í starfi hennar. „Hafa viðbrögð skipan þessarar nefndar verið góð,“ segir Karl Kristjánsson oddviti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is