Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2015 02:38

Myndar eyðibýli í Skorradal

„Ég er farin að bóka brúðkaup fyrir næsta sumar en það eru mjög skemmtilegar myndatökur. Ég elska að taka myndir úti en stúdíómyndatökur eru þó alltaf skemmtilegar með, ég hef bara ekki alveg aðstöðu fyrir þær núna. Ég var alltaf með stúdíó heima hjá mér og var orðin frekar þreytt á því. Við fengum svo aðstöðu saman, ég og Rósa Björk á Hvanneyri, og þá lofaði ég sjálfri mér að koma ekki með stúdíó heim aftur, ég hef reyndar ekki alveg staðið við það,” segir Kristín Jónsdóttir ljósmyndari á Hálsum í Skorradal. Í Aðventublaði Skessuhorns var rætt við Kristínu og Tryggva Val Sæmundsson mann hennar. „Núna fáum við vonandi aftur aðstöðu þar svo ég geti meira tekið að mér svoleiðis myndatökur. Mér þykir lang skemmtilegast að taka myndir af landslaginu og náttúrunni. Núna er ég að vinna að verkefni með Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Verkefnið heitir Skorradalur allt árið og er ég að taka myndir af eyðibýlum í Skorradal. Ég tek myndir af þeim yfir allt árið til þess að sjá árstíðarnar, stefnan er svo að halda sýningu með þessum myndum næsta sumar, vonandi í einu eyðibýlanna,” segir Kristín á Hálsum.

 

Nánar er rætt við Kristínu og Tryggva Val í Aðventublaði Skessuhorns sem kom út í vikunni sem leið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is