Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2015 02:27

Skallagrímskonur enn ósigraðar á toppnum

Skallagrímur hefur verið á mikilli siglingu í 1. deild kvenna í körfuknattleik það sem af er vetri og vermdi toppsæti deildarinnar þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn í Borgarnes síðasta laugardag. Frá fyrstu mínútu höfðu Skallagrímskonur undirtökin í leiknum. Þær byrjuðu miklu betur en gestirnir sem fundu sig engan veginn. Undir lok annars leikhluta hafði Skallagrímur skorað tvöfalt fleiri stig en gestirnir því staðan í hálfleik var 42-21.

Heimaliðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og bætti hægt og sígandi við forystu sína. Njarðvíkingar áttu aldrei möguleika og þegar flautað var til leiksloka var munurinn orðinn 32 stig. Lokatölur í Borgarnesi 67-35, Skallagrími í vil.

Erikka Banks skoraði 15 stig í leiknum og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 14 og gaf sex stoðsendingar. Sólrún Sæmundsdóttir skoraði 12 stig og gaf fimm stoðsendingar. Lið Skallagríms er því áfram ósigrað á toppi 1. deildarinnar með fullt hús stiga eftir átta leiki og átta stiga forskot á annað sætið.

 

Í næsta deildarleik mætast liðin aftur en þá í Njarðvík. Sá leikur fer fram 9. desember. Í millitíðinni leikur Skallagrímur hins vegar útileik gegn KR í bikarnum sunnudaginn 6. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is