Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2015 03:52

Íþróttamaður Grundarfjarðar heiðraður á aðventudegi kvenfélagsins

Árlegur aðventudagur kvenfélagsins Gleym mér ei var haldinn í Samkomuhúsinu í Grundarfirði síðastliðinn laugardag. Að vanda voru þar sölubásar með handverki, kökum og fleiru auk þess sem kvenfélagið seldi vöfflur og kakó. Á dagskrá voru söng- og tónlistaratriði frá tónlistarskólanum og úrslit voru kunngjörð í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2015, þar sem Sverrir Karlsson hreppti fyrsta sætið. Þá var einnig tilkynnt um val á íþróttamanni Grundarfjarðar. Í ár voru fjórir íþróttamenn tilnefndir og bar Svana Björk Steinarsdóttir, sextán ára blakkona, sigur úr býtum og nafnbótina íþróttamaður Grundarfjarðar 2015. Það var blakráð UMFG sem tilnefndi Svönu Björk sem er lykilleikmaður í liði UMFG og keppir nú í fyrsta sinn í MIZUNO úrvalsdeildinni í blaki. Hún var nýverið valin annað árið í röð í U-17 unglingalandsliðið og fór með liðinu til Kettering í Englandi þar sem stúlkurnar höfnuðu í öðru sæti og náði þar með besta árangri sem íslenskt U-17 landslið hefur náð á alþjóðlegu móti. Svana Björk þykir prúður og agaður leikmaður sem er öðrum fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is