Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2016 10:01

Gagnvirk sýning opnuð á Bókasafni Akraness

Sýningin Nála var opnuð á Bókasafni Akraness í gær að viðstöddum um hundrað börnum úr 2. bekk í grunnskólum bæjarins. Nála er gagnvirk farandsýning og var fyrst opnuð á torgi Þjóðminjasafnsins fyrir tæpu ári. Í febrúar lýkur hringferð sýningarinnar um landið en Akranes er síðasti viðkomustaður. Nokkur þúsund gestir hafa sótt sýninguna og tekið þátt í að móta hana. Það hafa þeir gert með því að sauma, kubba, gera mynstur og teikna myndir í öllum regnbogans litum á 90 metra pappírsrefil. Það kemur í hlut Akurnesinga og nágranna þeirra að ljúka gerð refilsins en sýningin stendur í bókasafninu til 20. febrúar. Pappírsrefillinn verður svo sýndur síðar í Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem Njálurefillinn er til húsa.

 

Nála er byggð á samnefndri barnabók eftir Evu Þengilsdóttur sem kom út hjá Sölku í október 2014 og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sagan er óður til íslensks / norræns menningararfs og um leið ævintýri um valið milli góðs og ills, stríðs og friðar. Höfundurinn sótti innblástur í hið 300 ára gamla Riddarateppi, sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu. Nemendur úr 2. bekk grunnskólanna á Akranesi fengu að heyra söguna og var að lokum skipt í hópa, þar sem þau fengu tækifæri til að fá sér hressingu, teikna, sauma með sverðum og fara í ratleik á bókasafninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is