Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2016 07:14

Alvarlegt umferðarslys í Miðdölum

Vöruflutningabíll með tengivagni lenti á hliðinni utan vegar mitt á milli Fellsenda og Erpsstaða í Dölum rétt fyrir klukkan eitt í dag. Sjúkrabíll úr Búðardal fór á slysstað ásamt tækjabíl slökkviliðsins og lögregla kom frá Borgarnesi ásamt tækjabíl Slökkviliðs Borgarbyggðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var strax kölluð á vettvang og flutti hún hinn slasaða á bráðamóttökuna í Fossvogi. Beita þurfti klippum á ökutækið til að ná hinum slasaða út og tók aðgerðin rúmar tvær klukkustundir. Erfiðar aðstæður voru á slysstað þar sem veður var vont og gekk á með öflugum vindhviðum. Hálkublettir voru á slysstað. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns var hinn slasaði lagður inn á gjörgæsludeild.  Umferð var í dag beint um hjáleið meðan aðgerðir stóðu yfir.

 

En þetta var ekki eina umferðaróhappið í dag á sömu slóðum. Upp úr klukkan níu í morgun var annað slys þar sem ekið var á brúarhandrið við bæinn Fellsenda. Bíllinn skemmdist talsvart en ökumaður slapp að mestu ómeiddur. 

 

Meðfylgjand myndir tók Steina Matt, fréttaritari Skessuhorns, síðdegis í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is