Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2016 12:37

Vatnið dýrara en mjólkin í Hagkaup

„Alltof oft líta menn framhjá þeirri staðreynd að stærstur hluti stuðnings við landbúnað er til að greiða niður búvörur til neytenda. Í umræðunni virðist það oft vera þannig að með stuðningi við bændur sé verið að rétta bændum einhverja dúsu,“ skrifar Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook síðu sína. Þar er hann væntanlega að senda Finni Árnasyni forstjóra Haga, sem rekur m.a. Bónus og Hagkaup, ádrepu í sömu mynt og Finnur skrifaði fyrir áramótin í Viðskiptablaðið þar sem hann andmælir þeirri áætlun íslenskra stjórnvalda að gera nýjan búvörusamning við bændur. En Sindri fer nýja leið til að benda á verðmyndun í versluninni. Í sumarlok á nýliðnu ári kveðst hann hafa farið í Hagkaup í Kringlunni (verslun Haga) og skoðað verð á ýmsum vörum. „Það var fróðlegt að bera saman verð á einum lítra af mjólk annars vegar og átöppuðu vatni án kolsýru og bragðefna hins vegar. Niðurstaðan er athyglisverð. Mjólkin kostar 142 kr/ltr en vatnið kostar 165 kr/ltr. Semsagt einn lítri af vatni kostar 23 krónum meira en mjólkin.“

 

Sindri segir að verðið sem bændur fá sé 84 kr/ltr og verð frá Mjólkursamsölunni til smásöluverslana fyrir lítrafernu að hámarki 121 kr/ltr. (mögulega aðeins ódýrara hjá Högum). „Ef öllum stuðningi hins opinbera vegna mjólkurframleiðslu er deilt niður á innanlandsframleiðsluna reiknast stuðningur 47 kr/ltr. Þetta lítur því svona út. Bóndi: 84 kr + 47 kr = 131 kr. Hagkaup: 121+álagning+vsk = 142. Er þetta ekki ágæt vísbending um það hvernig stuðningi við mjólkurframleiðslu er varið,“ skrifar formaður Bændasamtakanna.

 

Hann segir það ekki flókið mál á Íslandi að tappa vatni á flöskur. Það er auðvitað ekki fyrirhafnarlaust, en við eigum sem betur fer gnægð af vatni. „Til samanburðar tekur nærri 30 mánuði að rækta upp mjólkurkú, frá því að móðirin er sædd og þar til að afkvæmi hennar fer sjálf að mjólka. Allan þennan tíma þarf að huga að þörfum gripanna upp á hvern einasta dag, afla fóðurs og tryggja viðunandi húsakost og beitiland. Það verður því ekki dregið í efa að framleiðsla á einum lítra af mjólk kostar talsvert meiri vinnu og fyrirhöfn en að tappa einum lítra af vatni á flösku.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is