Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2016 06:01

Svekktastur með hvað Gói var rýr

Gísli Einarsson fjölmiðlamaður í Borgarnesi segir að persónulega standi uppúr frá liðnu ári sú reynslu að hafa verið í tvær vikur um páskana á Miðjarðarhafi um borð í varðskipinu Tý og miðlað þaðan fréttum til landsmanna. „Þarna fylgdist ég meðal annars með björgun 320 flóttamanna og var það ógleymanleg lífsreynsla. Flóttamannastraumurinn var stórt mál á heimsvísu á liðnu ári og er enn þótt nýtt ár sé gengið í garð,“ segir Gísli.

 

Aðspurður segir hann eftir dálitla umhugsun að gleðilegast á nýliðnu ári hafi veirð árangur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem keppir á EM í París í júní. En ætlar hann þá að fylgja landsliðinu út og sjá leiki þess? „Nei, kvennakór sem ég tengist hafði áður en þetta varð ljóst tryggt sér ferð til Írlands á sama tíma og EM verður haldið. Ég verð því þar. Fór með þessum konum í utanlandsferð fyrir þremur árum og var hún ógleymanleg fyrir ýmsar sakir.“ Aðspurður um helstu vonbrigði liðins árs verður Gísli hugsi, en svarar svo. „Líklega olli það mér mestum vonbrigðum að aðstandendur Áramótaskaupsins hafi ekki getað fundið herðabreiðari og stæltari mann til að leika mig í Skaupinu en Góa. Allavega hefðu þeir þurft að bæta á hann herðapúðum og öðrum útbúnaði til að láta hann líta meira út svona eins og fullorðinn og þroskaðan maður. En svona án gríns er ég náttúrlega bara stoltur af að vera tekinn fyrir í Skaupinu og ekki síður að Gói fékkst til verksins, enda frábær leikari.“

 

En hvernig leggst árið 2016 í Gísla? „Þetta verður ofboðslega, stórfenglegt ár. Það besta frá upphafi vega.“

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við dágóðan hóp af fólki um hvernig árið 2015 reyndist þeim. Þar eru þeir einnig spurðir út í væntingar til nýja ársins. Ekki missa af áhugaverðum svörum í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is