Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2016 01:01

Spurningakeppni hafin í Snæfellsbæ

Lionsklúbburinn Þerna, í samvinnu við Félagsheimilið Röst, stóð fyrir spurningakeppni daginn fyrir gamlársdag.  Var þetta fyrsta keppnin af mörgum. Liðin sem kepptu að þessu sinni voru Grunnskóli Snæfellsbæjar á Hellissandi og saumaklúbburinn Bródering. Var keppnin ótrúlega skemmtileg en hún samanstóð af margskonar fjöri. Voru bæði bjölluspurningar, vísbendingaspurningar um hlut í kassa, hver væri undir teppinu og margt fleira. Einnig áttu liðin að giska á lag sem verið var að túlka, var það gert af mikilli snild af Kristgeiri Kristinssyni. Stelpurnar í Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi komust áfram og fengu þenna líka fína farandbikar sem þær skila til næsta sigurliðs. Vel var mætt á þessa fyrstu keppni og heppnaðist hún mjög vel. Búast má þó við að enn fleiri mæti á næstu keppni sem verður haldin í Röstinni þann 15. janúar næstkomandi og hefst stundvíslega klukkan 21:00 en þá munu etja kappi lið frá Átthagastofu Snæfellsbæjar og Hraðbúðinni á Hellissandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is